Episodi

  • Björgvin Víglundsson & Halldór Grétar Einarsson
    Jan 21 2026

    Björgvin Víglundsson & Halldór Grétar Einarsson

    Mostra di più Mostra meno
    56 min
  • Þorparinn, togarasjómaðurinn og skákmeistarinn: Ólafur Kristjánsson frá Akureyri
    Jan 14 2026

    Kristján Örn ræðir við Ólaf Kristjánsson, 82 ára fyrrverandi togarasjómann frá Akureyri en hann er öflugur skákmaður. Ólafur kallar sig "Þorparann" því hann fæddist í Glerárþorpi en Akureyri er skipt upp í tvo hluta, þ.e. norðan og sunnan Glerár. Í þættinum segir Ólafur frá samferðamönnum sínum, sterkum skákmönnum á Norðurlandi. Hann talar um upphaf taflmennsku sinnar, skákmót á Akureyri, Íslandsmót skákfélaga, veru sína á sjó og margt fleira.

    Mostra di più Mostra meno
    51 min
  • Skákárið 2025: Sigurbjörn Björnsson FIDE meistari
    Jan 7 2026

    Kristján Örn Elíasson tekur á móti Sigurbirni Björnssyni FIDE meistara. Þeir stikla á stóru í umfjöllun sinni um fréttnæma atburði og uppákomur sem þeim þótti athyglisverðar á skákárinu 2025. Þeir ræða árangur Vignis Vatnars Stefánssonar, Magnúsar Carlsen og fleiri sterkra og efnilegra skákmanna á heimsmeistaramótunum í at- og hraðskák en teflt var í höfuðborginni Doha í Katar á milli jóla og nýárs. Einnig ræða þeir stöðu íslenskrar skákar og margt fleira.

    Mostra di più Mostra meno
    57 min
  • Heimsmeistaramótin í at- og hraðskák: Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem
    Dec 25 2025

    Vinirnir og samstarfsmennirnir Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari og þrefaldur Íslandsmeistari í skák árið 2025 og Benedikt Briem næststigahæsta ungmenni landsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þeir tala um kennsluvefinn www.vignirvatnar.is, skákmót í Portúgal, fjölbreytt skákmótahald og margt fleira. Vignir ræðir heimsmeistaramótin í atskák og hraðskák, sem fram fara í Doha í Katar á milli jóla og nýárs, en Vignir verður á meðal keppenda á báðum mótunum.

    Mostra di più Mostra meno
    53 min
  • Jólasveinarnir: Róbert Lagerman FIDE-meistari og Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins
    Dec 17 2025

    Kristján Örn fær til sín skákmennina Róbert Lagerman, FIDE- meistara og alþjóðlegan skákdómara og Gunnar Frey Rúnarsson sagnfræðing og formann Víkingaklúbbsins.

    Í þættinum ræða þeir jólaskákmót Ása, skákkúbbs eldri borgara, þar sem Róbert sigrði með yfirburðum. Þeir gera kröfu um nýja staðsetningu Íslandsmóts skákfélaga, bæta þurfi fyrirkomulag og skipulagningu mótsins, salernismál séu í miklum ólestri auk þess sem mótið sé illa kynnt í fjölmiðlum og þjónusta við keppendur um úrslit og stöðu liða hverju sinni sé ekki til staðar. Gunnar Freyr talar um Víkingaskák en ný taflsett eru komin í sölu, m.a. hjá Spilavinum. Þeir tala um mismunun og tvískinning í afstöðu stjórnar Skáksambands Íslands, m.a. hvað varðar áherslur á eldri skákmenn og auglýsingu sambandsins um léttar veitingar á Íslandsmóti kvenna í hraðskák. Þeir velta fyrir sér hvað sé átt við með hugtakinu "léttar veitingar".

    Þeir minnast Ólafs Hraunbergs Ólafssonar, fyrrverandi formanns Taflfélags Reykjavíkur, sem lést nýlega en hann vann mikið og gott starf fyrir íslensku skákhreyfinguna. Þeir tala um tillögur aðalfundar FIDE um að Rússar og Hvítrússar fái aftur að tefla á ólympíuskákmótum og að lið frá löndunum séu aftur tekin inn í opinbera mótaröð FIDE.

    Róbert segir sögu af Boris Spasský og áhuga hans á tímaritinu Playboy á meðan Einvígi aldarinnar árið 1972 stóð yfir. Einnig segir hann sögu þegar sérsveit lögreglunnar í Danmörku stöðvaði flugtak flugvélar sem hann var farþegi í og yfirheyrði hann í tvær klukkustundir sem grunaðan hryðjuverkamann en farþegar vélarinnar þurfu að bíða í vélinni á meðan.

    Mostra di più Mostra meno
    56 min
  • Á Hælinu með Don Everything: Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari og FIDE-meistari
    Dec 3 2025

    Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari og FIDE-meistari er gestur Kristjáns Arnar. Róbert gengur undir ýmsum nöfnum í skákheiminum eins og Mr. Big Time og Don Everything en hann hefur setið fjölda námskeiða og aflað sér ýmissa réttinda og nafnbóta hjá Alþjóða skáksambandinu FIDE. Því fer það vel að hann kalli sig stundum "Don Everything". Þeir Kristján og Róbert hafa verið góðir félagar í gegnum árin og stofnuðu, ásamt Hrafni Jökulssyni og rúmlega þrjátíu öðrum áhugamönnum um skák, Skákfélag Grandrokks þann 12. september árið 1998. Í þættinum ræa þeir Heilsuhælið í Hveragerði, mataræði og góða aðstöðu þar, þeir spila klippu með Hrafni Jökulssyni þar sem hann talar um Grænland, þeir ræða hugmyndir um meiri samvinnu skákfélaga á Íslandi, slæma nýtingu erlendra stórmeistara sem koma til landsins í tengslum við Íslandsmót skákfélaga, þjálfunarmál, mótahald, einelti, vináttu, framtíðarplön Skákfélags Íslands og margt fleira.

    Mostra di più Mostra meno
    48 min
  • Gervigreind og sýndareinvígi: Björgvin Víglundsson skákmeistari og verkfræðingur
    Nov 26 2025

    Gestur skákþáttarins að þessu sinni er Björgvin Víglundsson, byggingaverkfræðingur og sterkur skákmeistari. Þeir Kristján Örn ræða um skák og gervigreind og spái í spilin hvernig skákin muni þróast með tilkomu gervigreindarinnar. Að mati Björgvins hefur varðveisla skákefnis í stafrænu formi náð því umfangi að gervigreind geti ekki einungis hermt eftir leikjum einstakra meistara heldur líka stíl þeirra. Hann telur raunhæft að endurskapa skákstíl bestu skákmanna allra tíma eins og Wilhelm Steinitz, Aron Nimzowitsch eða Bobby Fischer. Björgvin telur vel hugsanlegt að haldin verði sýndareinvígi þar sem tölvur tefla í nafni sögulegra meistara. Þar gætu til dæmis Fischer, Capablanca og Carlsen tekist á í löngu kappskák­einvígi líkt og Fischer og Spasskí í Reykjavík 1972 en án áhrifa aldurs, líkamlegrar þreytu, tímamismunar eða félagslegra aðstæðna. Slík mót gætu jafnvel gefið vísbendingu um hver hefði verið sterkastur í sögu skáklistarinnar ef allir væru settir á sama lærdómsstig og fengju að þróa leik sinn sem forrit en ekki sem menn.

    Mostra di più Mostra meno
    59 min
  • Íslandsmót skákfélaga og afmælis-skákveisla í Garðabæ: Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari og ritstjóri DV.is
    Nov 19 2025

    Kristján Örn tekur á móti Birni Þorfinnssyni, alþjóðlegum meistara og ritstjóri DV.is í stúdíóið. Mikill kraftur er búinn að vera í íslensku mótahaldi að undanförnu og fara þeir Björn og Kristján yfir það helsta í þættinum. Þeir tala um menn og málefni og segja sína skoðun á hvoru tveggja. Taflfélag Garðabæjar hélt upp á 45 ára afmæli sitt á mánudaginn var í Miðgarði, nýja íþróttahúsi bæjarins, en þar hefur félagið fengið góða aðstöðu fyrir starfsemi sína. Afmælisveislan hófst með því að boðið var upp á veitingar og svo lék bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, fyrst leikinn fyrir Erling Jensson í skák hans gegn Vigni Vatnari Stefánssyni. Björn var óstöðvandi í þessu fjölmenna og sterka skákmóti og fékk 9 vinninga í 9 skákum. Hann er því nýr hraðskákmeistari Garðabæjar en í vikunni áður var Björn einnig krýndur skákmeistari Garðabæjar. Þeir félagar, Kristján og Björn, fara um víðan völl í þættinum og ræða vel og lengi um Íslandsmót skákfélaga en fyrri hluti mótsins var tefldur í Rimaskóla um síðustu helgi.

    Mostra di più Mostra meno
    54 min