Episodi

  • Virði íslensks stúdentsprófs
    Nov 30 2025
    Borið hefur á því að stúdentsprófin uppfylli ekki kröfur sem erlendir háskólar gera eftir að að námið var stytt í þrjú ár. Fjarnám, samræmi og ósamræmi milli skólaeinkunna og mikilvægi þess að nýta tæknina til góðra verka. Viðmælendur í þættinum eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Árni Ólason, Eyrún Arnardóttir, Guðjón Hreinn Hauksson, Hjálmar Gíslason, Magnús Þorkelsson, Matthildur Ársælsdóttir, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Sólveig Hannesdóttir.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Við erum alls konar
    Nov 23 2025
    Við erum alls konar og skólakerfið á að spegla þennan fjölbreytileika. Nemendum á starfsbrautum framhaldsskólanna hefur fjölgað gríðarlega undanfarinn áratug sem og nemendum með erlendan bakgrunn. Nánast allir halda áfram námi að loknum grunnskóla og það getur verið áskorun að mæta öllum. Viðmælendur í sjötta þætti eru: Askur Örn Margrétarson, Árni Ólason, Berglind Halla Jónsdóttir, Eyrún Arnardóttir, Gunnlaugur Magnússon, Hildur Ýr Ísberg, Hjálmar Gíslason, Kristín Þóra Möller, Magnús Þorkelsson, Sigríður Anna Ólafsdóttir og Þóra Þórðardóttir.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Kennaramenntun og faggreinar
    Nov 16 2025
    Það vantar faggreinakennara í ýmsum greinum, þar á meðal í svonefndum STEM-greinum. Vandamálið er að það er of fátt ungt raungreinafólk sem lítur á framhaldsskólann sem sinn framtíðarvinnustað. Viðmælendur í fimmta þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Freyja Hreinsdóttir, Guðjón Haukur Hreinsson og Gunnlaugur Magnússon.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Það vantar húsnæði
    Nov 9 2025
    Stjórnendur framhaldsskóla segja það áskorun að koma öllum fyrir sem stunda þar nám. Kennsla fer jafnvel fram í gámum og geymslum og þetta getur haft þau áhrif að færri sæki í verknám en annars væri. Nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á verknáms-, starfsnáms- eða stúdentsbrautir velja framhaldsskólabraut. Viðmælendur í fjórða þætti eru: Berglind Halla Jónsdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Kristján Ásmundsson, Kristín Þóra Möller, Sigríður Anna Ólafsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Víðir Stefánsson og nemendur í FB og FS.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Námsmat og námsefni
    Nov 2 2025
    Námsmat og námsefni eru stór hluti af starfi innan framhaldsskólakerfisins. Félagslífið er líka mikilvægur hluti af framhaldsskólanum. Gervigreindin er tækni sem ryður sér hratt til rúms í menntakerfinu líkt og annars staðar. Á sama tíma eiga ýmsar námsbrautir undir högg að sækja. Viðmælendur í þriðja þætti Stakkaskipta eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Hildur Ýr Ísberg, Hjálmar Gíslason, Matthildur Ársælsdóttir og Sólveig Hannesdóttir.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Er skólakerfið á villigötum?
    Oct 26 2025
    Vegna þess hversu opin aðalnámskrá framhaldsskóla er þá er framhaldsskólum nánast í sjálfsvald sett hvaða hvaða námsefni er kennt og hvaða hæfni nemendur þurfa að sýna til þess að ljúka námi. Engu að síður kemur fram í námskránni að í kjarnagreinum skuli námsmat í lokaáföngum til stúdentsprófs taka mið af viðmiðunarprófum sem ráðherra lætur í té eða viðurkennir. Þessu ákvæði er ekki framfylgt. Viðmælendur í öðrum þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Árni Ólason, Eyrún Arnardóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Magnús Þorkelsson.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min
  • Samræmi lítið sem ekkert
    Oct 19 2025

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    42 min
  • Bekkjarkerfi eða áfangakerfi
    May 14 2025
    Framhaldsskólar landsins eru yfir 30 talsins og flestir þeirra geta tekið á móti flestum þeirra sem sækja um skólavist að loknum grunnskóla. Nemendur með erlendan bakgrunn er fjölbreyttur hópur með svipaðar væntingar til framhaldsskólans og aðrir nemendur í íslenska skólakerfinu. Aftur á móti efast þau oft um kunnáttu sína í íslensku. Flestir framhaldsskólar eru með áfangakerfi en skólastjórnendur hvetja ungmenni til að horfa á styrkleika sína og velja skóla í samræmi við þá. Viðmælendur í sjötta þætti eru: Eva Dögg Sigurðardóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen, Jón Páll Haraldsson, Kristjana Stella Blöndal, Linda Heiðarsdóttir, Ómar Örn Magnússon, Meyvant Þórólfsson, Steinn Jóhannsson og nemendur í Hagaskóla og Laugalækjarskóla.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Mostra di più Mostra meno
    43 min